Eshop
Sértækir skilmálar verslunar

Sendingarmáti:
Pantanir eru sendar með póstinum. Enginn sendingarkostnaður er greiddur. Primkaup ehf tekur alla jafna allt að 1 virkan dag í að afgreiða pöntunina. Sendingartíminn er 3-4 virkir dagar.

Vöruskil (Endurgreiðslustefna)

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún óupptekin, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Tilkynna skal vöruskil með tölvupósti á netfang Primkaups. Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist aftur til Primkaups. Póstburðargjald fæst ekki endurgreitt. 

Persónuupplýsingar  (Öryggisskilmálar).
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Primkaup ehf mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna, nema svo beri skylda gagnvart lögum.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Almennir skilmálar eshop.is: 

Þegar viðskipti eiga sér stað á heimasíðu eshop.is gilda eftirfarandi almennir skilmálar:

Eshop.is er leggur mikið upp úr öryggi viðskiptavina sinna.
Notast er við fullkomnustu greiðslugáttir í samvinnu við Valiator til þess að tryggja öryggi kortanúmera þegar verslað er á eshop.is.

Um leið og viðskiptavinur hefur sett vörunar í körfuna og smellir á “ganga frá pöntun” fer hann inn í læst og dulkóðað umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin þ.m.t. kortanúmerið eru dulkóðuð.
Sá sem verslar í þessu umhverfi getur verið öruggur um að upplýsingar sem hann skráir eru ekki aðgengilegar fyrir utanaðkomandi aðilum.
Öll samskipti milli viðskiptavinar og vefverslana eshop.is fara fram dulkóðuð á sama hátt og dulkóðanir netbankanna hér á Íslandi og víðar.

Xodus ehf, sem á og rekur eshop.is hefur hlotið PCI vottun sem gefur fyrirtækinu leyfi til að meðhöndla kortaupplýsingar.

Rekstaraðilar verslana innan eshop.is munu gera allt í sínu valdi til þess að viðhalda réttum verðum í netverslunum sínum.
Þó gæti komið upp þær aðstæður að innsláttarvillur eða annað eigi sér stað og áskilja rekstaraðilar verlsana sér rétt til að endurgreiða vöru að fullu sé um prentmistök að ræða í netverslunum eshop.is.
Öll verð eru með vsk.
 
Að öðru leiti gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000.

Allir rekstraraðilar verslana innan eshop.is hafa samþykkt skilmála þessa og munu leitast við að halda þeim í heiðri.
Xodus ehf og eshop.is bera enga ábyrgð á seldum vörum eða þjónustu frá rekstraraðilum verslana innan eshop.is kerfisins.

Greiðslumöguleikar:
Hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukortum, Mastercard og VISA í flestum netverslunum eshop.is, einnig er möguleiki á millifærslum, póstkröfu og staðgreiðslu, vinsamlegast skoðið sértæka skilmála verslana.

Ábyrgðir:
Samkvæmt landslögum veita rekstraraðilar verslana eshop.is 2ja ára neytendaábyrgð á öllum þeim vörum sem seldar eru.
Flestar vörur eru með ábyrgð framleiðanda

Höfundarréttur:
Eshop.is er rétthafi af öllu því efni sem birt er í netverslunum eshop.is. 
Erlend vörumerki í verslunum eru í eigu viðkomandi erlends aðila.
Vörumerki eshop.is er í eigu Xodus ehf.

Frekari upplýsingar um skilmála sem og fyrirspurnir um rekstraraðila skal senda á upplysingar(hjá)eshop.is.
 
Rekstraraðili og eigandi eshop.is kerfisins er:
Xodus ehf.
Skútahraun 2
220 Hafnarfjörður
Kt. 590603-2360
Xodus ehf - Hlíðasmári 8 - 201 Kópavogur - Sími: 517-1780 - info(hja)xodus.is - Skilmálar